MagnaVítamín er tilraunaverkefni sem ég setti af stað s.l. haus. Tímarnir eru mjög í anda kennslu MagnaVita námsins sem ég útskrifaðist úr vorið 2024.
Gleði, styrkur, liðleiki og slökun allt í einum tíma með skólafélögunum. En nú er opið fyrir skráningu í þessa líflegu tíma fyrir alla sem hafa áhuga.
Hvenær: Miðvikudaga kl 14-15.30
Hvar: í sal NúnaCollective að Fiskislóð 75 , 101 Reykjavík
Tímarnir: Tímarnir byrja á upphitun öndunar- og liðleikaæfingum. Síðan taka við hefðbundnar jógaæfingar og við endum á 20 mín leiddri slökun. Komum úr tímanum endurnærð.
Skráning: Nauðsynlegt er að taka frá pláss í þessa tíma með því að skrá sig með nafni og kennitölu á netfangið kristinsjofnv@gmail.com
Mánaðargjaldið er 12.000,- og er innheimt með greiðsluseðli mánaðarlega.