Aromatherapy

Geta ilmkjarnaolíur hjálpað þér? 

Ilmkjarnaolíur eru notaðar í meðferðir til að bæta líkamlega og andlega líðan.

Aromatherapy meðferð miðar að því að bæta heilsuna með einstaklingsmiðuðum lausnum.  Í fyrsta viðtali eru allar upplýsingar skráðar niður og útfrá þeim upplýsingum eru síðan þær ilmkjarnaolíur valdar sem henta hverjum og einum og útbúin persónuleg blanda.

Gera má ráð fyrir 2-3 viðtölum í hverri meðferð. Eftirfylgni er hægt að vinna í gegnum Zoom fyrir þá sem það hentar.

Algengasta meðferðin með ilmkjarnaolíum er að bera þær á húð í burðarefnum, annað hvort í olíum eða kremum. Þannig smjúga virku efni þeirra inn í húðina og þaðan í blóðrásina og berast um allan líkamann.

Einnig er algengt að nota ilmkjarnaolíur í olíulampa eða í stauk til innöndunar. Efni þeirra berast inn um nef, þaðan til lungna og dreifast þannig inn í blóðrásina.

Rannsóknir hafa sýnt að 10 mínútum eftir að innöndun hefur átt sér stað finnast efnin í blóðrásinni.

Hvað eru ilmkjarnaolíur?

Ilmkjarnaolíur eru rokgjarn vökvi sem fenginn er með eimingu, úrdrætti eða með öðrum aðferðum, úr jurtum. Segja má að þessi vökvi sé einskonar varnar- og ónæmiskerfi jurtanna. Þessir kjarnar eru efnagreindir og lífrænu efnin sem í þeim finnast má nota til að bæta heilsu manna á ýmsan hátt. Ilmkjarnaolíur geta skaðað ef þær eru ekki meðhöndlaðar af kunnáttu, þess vega er nauðsynlegt að gera greinarmun á því hvenær þær henta til meðferða og hvenær er best að sleppa þeim. Sumar ilmkjarnaolíur hafa áhrif á lyf.

Hvað er Aromatherapisti?

Aromatherapisti er sá aðili sem hefur aflað sér nægrar menntunar í viðurkenndum skóla til að þekkja virkni ilmkjarnaolía (essential oils) og hvað ber að varast útfrá þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar á efnum ilmkjarnaolía.

Nánari upplýsingar, verð og tímaskráning: kristinsjofnv@gmail.com