Jógafrí

Engin jógafrí eru áætluð á árinu 2024

 

Jógafrí Öxl á Snæfellsnesi vikuna 1- 7 júní 2022

Markmiðið með að taka sér jógafrí, eða jógaútúrdúr sem mér finnst mjög skemmtilegt nafn á þessu fríi, er að fá tækifæri til að tengjast sjálfum sér og sínum innri veruleika án þess að verða fyrir ytra áreiti. Jógafríin sem ég hef haldið innihalda þagnarbindindi sem gefa þátttakendum tækifæri á að komast eins nálægt kjarna sínum og möguleiki er.

Nú mun ég bjóða dásmalegt jógafrí í kyngimögnuðu umhverfi Snæfellsjökuls.
Frí frá snjalltækjum, fjölmiðlum og öllu ytra áreiti.
Jóga, hugleiðsla, göngutúrar og ferðalag inná við.
Jógatímarnir henta öllum.
Þagnarbindindi er hluti af ferðalaginu og tökum við einn dag í þögn.
Snjallsímarnir verða kvaddir á fyrsta degi til að losna við ytra áreiti.
Nærandi, létt og heiðarlegt grænmetisfæði.

Verð aðeins 140.000 kr allt innifalið. Skráningargjald 20.000,-

Skráning og nánari upplýsingar: kristinsjofnv@gmail.com

 

Seinna jógafrí ársis 2022 er dásamleg helgi í Birkihofi nærri Laugarvatni.  Taktu frá  fyrstu helgina í september fyrir sjálfsskoðun og tækjahvíld. Nánari upplýsingar síðar.